UM FYRIRÆKIÐ

AVK ehf er gamalgróið íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur boðið Íslendingum upp á tæknilausnir og framandi vörur til að krydda tilveruna.

Við höfum sífellt leitað að spennandi vörum til að gleðja geð landans og veitir ekki af slíku nú sérstaklega á síðustu tímum. 

Vegna síðustu strauma og stefna í viðskiptum landans höfum við ákveðið að skipa okkur stærri sess á Internetinu og höfum stöðugt fært út kvíarnar á síðustu árum.

Elskendur.is er nýjasta verslunin okkar, með spennandi hágæða vörur sem hægt er að stóla á.  Við veljum vörur okkar með það í huga að þær standist strangar kröfur okkar og endist vel.  Við verslum eingöngu með viðurkenndar vörur frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Allir okkar birgjar hafa farið í gegnum sérstaka gæðaúttekt á okkar vegum, þar sem starfsfólk okkar hefur mætt í vöruhús og verksmiðjur og séð til þess að framleiðslan standist okkar ströngu kröfur.

Við leggjum okkur mikið fram við að standa undir því trausti og þeim trúnaði sem viðskiptavinir hafa sýnt okkur í gegnum árin.  Ánægja viðskiptavina okkar er okkar keppikefli og því leggjum við metnað okkar í að svara öllum fyrirspurnum hratt og vel.

Þér er velkomið að senda okkur erindi varðandi þjónustu okkar, eða pantanir á tölvupósti, sem er svarað allan sólarhringinn.  Sé erindi þitt brýnt er þjónustusími okkar opinn alla daga og kvöld, virka daga sem og um helgar.


Með bestu kveðju,

Björk Kristjánsdóttir
Þjónustustjóri