Almennir skilmálar

Allar pantanir eru aðeins með þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að afhending og greiðsla vörunnar geti farið fram. Fyrirtækið geymir ekki kortanúmer þitt enda er innheimta vörunnar í höndum Kortaþjónustunnar. Upplýsingar sem geymdar eru í gagnagrunni fyrirtækisins eru nafn, heimilisfang og kennitala. Eftir að varan hefur verið send til viðskiptavinar geymum við þessar upplýsingar í allt að 800 daga nema að viðskiptavinur skrifi okkur tölvupóst á netfangið [email protected] eða hringi í þjónustuver okkar í síma 849-0698 og óski eftir afskráningu úr gagnagrunni. Nauðsynlegt er fyrir fyrirtækið að geyma þessar upplýsingar vegna viðgerðarþjónustu og ábyrgðar á vörunni á gildistíma hennar. Eftir að ábyrgð vöru rennur út eyðum við upplýsingum um pöntun þína á rafrænu formi en geymum greiðslukvittun í 7 ár samkvæmt lögum um bókhaldsskyldu.

Afhending vöru

Þegar að pöntun og greiðsla hefur verið móttekin er pöntunin póstsend næsta virka dag, sé varan til á lager. Ef þú pantar á mánudegi, getur þú átt von á vörunni á miðvikudegi. Þar sem þetta er pakkasending þarft þú að vera heimavið til að taka á móti vörunni, að öðrum kosti býðst þér að sækja hana á pósthúsið þitt skv. tilkynningu frá Íslandspósti hf. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband við þig og bjóða þér endurgreiðslu ef þú óskar þess.

Sendingakostnaður

Sendingakostnaður er mismunandi eftir þyngd vöru, hér er dæmi um sendingakostnað nokkurra vara til viðmiðunar.

Allt að eitt kg: 650.- krónur
Allt að tvö kíló: 750.- krónur
Allt að þrjú kíló: 810.- krónur
Allt að fjögur kg: 910.- krónur

Í sumum tilfellum er sendingakostnaður innifalinn í verði vörunnar. Hægt er að kaupa ábyrgð á sendingunni fyrir 500 kr. ef hún skyldi týnast í pósti eða eyðileggjast. Hægt er að rekja allar sendingar í þjónustusíma Íslandspósts.

Skilaréttur og endurgreiðslur

Þú getur skilað vörunni innan 14 daga frá móttöku hennar svo lengi sem að varan hafi ekki verið opnuð og sé í söluhæfu ástandi. Til að skila vörunni þarft þú að greiða sendingarkostnað til okkar og sendir vöruna til:

EKKI ER HÆGT AÐ SKILA NOTARÐI VÖRU NEMA HÚN SÉ FRÁ BATHMATE.

Undir engum kringumstæðum er hægt að skila vöru eftir að umbúðir hafa verið opnaðar eða varan notuð vegna eðlis vörunnar.

Sending vöru og framleiðslugalli

Hafi varan skemmst í pósti, sendu hana þá til okkar hið snarasta og við sendum þér nýja um hæl. Vinsamlegast sendið skemmda eða gallaða vöru til

ásamt afriti af kvittun.

Ábyrgð

Allar múffur og hulstur koma með eins árs takmarkaðri verksmiðjuábyrgð, aðrar vörur falla undir 2 ára takmarka ábyrgð nema annað og meira sé tekið fram. Rifnar múffur sökum harkalegrar notkunar falla ekki undir ábyrgð né brotin hylki hafi því verið þrýst, fallið eða skemmst óvart eða með ásetningi. Ábyrgðin tekur einungis til bilana (sem gerist í 0.1% tilfella skv. upplýsingum framleiðanda) sem eru vegna verksmiðjugalla. Ef um verksmiðjugalla er að ræða, kemur það yfirleitt í ljós eftir tvö eða þrjú skipti. Þrif eftir hverja notkun með sótthreinsandi hreinsiefni sem inniheldur þó ekki sýru eða ætandi efni, lengir líf vörunnar og heldur múffunni þinni eins og nýrri árum saman.

Trúnaður

Við leggjum mikið upp úr trúnaði við viðskiptavini og er ekkert á umbúðum vörunnar sem bendir til innihalds. Þú þarft því ekki að hafa neinar áhyggjur af því að einhver viti hvað sé að finna í pakkanum þínum. Allar upplýsingar eru geymdar á ónettengdu tölvukerfi svo engin hætta er á að upplýsingum um þig sé stolið af tölvukerfi okkar. Að bókhaldsskyldu lokinni er pappírsgögnum fargað á öruggan máta.